Gagnlegar upplýsingar
Til að tengjast netinu á hótelinu þarf að tengjast Danmagi WIFI og slá inn kóðann Starfsgreina_2019
Í takt við nýja tíma þá verða kosningar á þinginu með rafrænum hætti og fá allir þingfulltrúar úthlutað sínu eigin lykilorði sem finna má á bakhlið nafnspjaldsins.
Til að kjósa smellir þú á KOSNINGAR á forsíðu þingvefsins eða á valmyndinni til hliðar. Þar kýstu, slærð inn lykilorðið þitt í reitinn og smellir svo á KJÓSA.
Athugið að slá þarf inn lykilorðið fyrir hverja kosningu.
Á þinginu mun starfsfólk SGS verða til taks og veita aðstoð og upplýsingar til þingfulltrúa, s.s. varðandi tæknimál, dagskrá þingsins o.fl.
Starfsfólk SGS á þinginu:
Flosi Eiríksson (flosi@sgs.is)
Árni Steinar Stefánsson (arni@sgs.is)
Ásta Andrésdóttir (asta@sgs.is)
Guðmundur Rúnar Árnason (gra@hlif.is)
Þing SGS fer fram á Hótel Reykjavík Natura sem er staðsett á Nauthólsvegi 52 í Reykjavík.
Morgunverður
Fyrir þá sem dvelja á hótelinu yfir þingið þá verður boðið upp á morgunverðarhlaðborð á veitingastað hótelsins.
Hádegisverður
Fyrir þá sem kjósa þá verður hádegisverðarhlaðborð í boði báða dagana á veitingastað hótelsins.
Þingveislan verður haldin í Víkingasalnum á Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 24. október og hefst hún klukkan 19:00.
Matseðill
Forréttur: Pinnamatur í ýmsum útgáfum
Aðalréttur: Nautalund með blöndu af rótargrænmeti og pomme ana kartöflum og Bordelaise-sósu
Eftirréttur: Lemon tarte með brenndum marengs og rjómaís