Gagnlegar upplýsingar
Til að tengjast þráðlausa netinu á Hofi þarf að tengjast SGS og slá inn lykilorðið Saman2022
Kosningar á þinginu verða með rafrænum hætti og verður notast við rafræn skilríki/íslykil.
Á þinginu mun starfsfólk SGS verða til taks og veita aðstoð og upplýsingar til þingfulltrúa, s.s. varðandi tæknimál, dagskrá þingsins, túlkun o.fl.
Starfsfólk SGS á þinginu:
Flosi Eiríksson (flosi@sgs.is)
Árni Steinar Stefánsson (arni@sgs.is)
Gréta Stefánsdóttir (greta@sgs.is)
Ásta Andrésdóttir (asta@sgs.is)
Þing SGS fer fram í Menningarhúsinu Hofi, sem er staðsett við Strandgötu 12 á Akureyri.
Þingveislan verður haldin í salnum Hömrum í Hofi fimmtudagskvöldið 24. mars og hefst hún klukkan 19:00. Eining-Iðja mun bjóða gestum upp á fordrykk kl. 18:00 í Hofi.
Matseðill
Forréttur: Saltgrafin Bleikja með fennel, eplum, hrognum og dilli.
Aðalréttur: Grillað Lamb með kartöfluköku, pönnusteiktu grænmeti, gulrótarmauki og piparsósu.
Eftirréttur: Súkkulaðikaka með saltkaramellu, hvítsúkkulaðikremi, berjum og vanilluís.
Atvinnu- og húsnæðisnefnd: Svarti kassinn/Black Box
Kjara- og jafnréttisnefnd: Naust
Lífeyrisnefnd: Dynheimar
Rekstrar- og laganefnd: Lundur